Göngugarpar

Fyrir fólk á öllum aldri.

Hugmyndir

Hér eru 2 uppskriftir af góðu brauði (Sollubrauði)

Hæ öll.
Hér koma uppskriftirnar af brauðunum hennar Sollu eins og hún lofaði okkur.*

Gróft brauð:5 ds. gróft spelt
2 dl fínt spelt
1 dl hröllahafrar
1 dl fræblanda ( 5 korna)
1 kúfuð msk heitiklíð
1 tsk salt
6 tsk vínsteinslyftiduft3 dl létt AB mjólk
2 2/2 dl sjóðandi vatn

Allt þurrefnið sett í skál og blaðdað saman. Vökvinn hrærður varlega saman við.
Láta hefast í 30 mín
Bakað við 180° í 40-45 mín

Gulrótarbrauð
3 dl gróft spelt
4 dl fínt spelt
1 dl tröllahafrar
6 tsk vínsteinslyftiduft
1 msk kúgfull hveitihklíð
1 dl fræblanda (sesam
150 gr. fínsaxaðar gulrætur

2 1/2 dl létt AB mjólk
2 1/2 dl. sjóðandi vatn

Allt þurrefnið sett í skál og blaðdað saman. Vökvinn hrærður varlega saman við.
Láta hefast í 30 mín
Bakað við 180° í 40-45 mín

Verði ykkur að góðu

Hér er tilvalið að setja inn hugmyndir að gönguleiðum.

Ýmsar hugmyndir af göngum sem hægt er að setja inn í sumar eða seinna:

Skarðsheiði

Skessuhorn

Látrar - a.m.k. helgarferð

Esja

Akrafjall

Selárdagur - Tálknafjörður (helgarferð a.m.k.)

Tálknafjörður - Miklidalur gæti verið í sömu helgarferð

Hugmynd sem kom þegar við gengum Selvogsgötuna:

Endurtaka göngu meðfram Kleifarvatni. Hægt að fara hringinn í 2 göngum.

Eins kom upp að ganga aftur frá Grindarskörðum niður í Hafnarfjörð. Mjög skemmtileg ganga sem gengin var á upphafsdögum Göngugarpa.

Hugmyndir frá Beggu

Sveifluháls þaðan er mjög gott útsýni og hægt að ganga þar ef jörð er auð. Svo er það hringur í kringum Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Það er hægt að ganga í flestum veðrum. Einnig upp með Fossá í Kjós falleg leið sem var gengin á fyrsta hausti göngugarpa hægt að ganga í flestum veðrum.

7 ummæli

 1. Set hér inn nokkrar hugmyndir fyrir miðvikudagana nú er vor í lofti og um að gera að bregða sér útfyrir bæinn og jafnvel hafa smá bratta öðru hverju kv Begga. Æsustaðafjall gengið frá Skammadal upp fjallið og niður hjá Æsustöðum og fram hjá Hlaðgerðarkoti til baka. um 2 til 2 og hálfur tími. Gálgaklettur og fjaran í átt að Bessastöðum um 2 tímar Reykjafell ofan við Reykjalund. um 2 tímar. Vífilsstaðahlíð Vifilstaðavatn hringur um 2 tímar. Læt þetta duga í bili talfan mín er að stríða mér þannig að ég kem ekki ferðasögunni frá degi eitt inn hvorki á þennan vef eða póstinn með göngukveðjum Begga.

  Ummæli eftir Begga | 5. apríl 2008

 2. Kæru göngugarpar Takk fyrir samveruna í dag Mig langar að koma á framfæri hugmyndum að göngum á sunnudögum fyrir sumarið Fyrst er þá að nefna göngu eftir Hafnarbjargi sunnan Hafna á Reykjanesi. Önnur ganga frá Stafnsnesi inní Hafnir Svo bíður Ögmundarhraun en veðrið stoppaði okkur á sunnudaginn fyrir viku Og svo að ganga á Meðalfell í kjós. Læt þetta duga í bili Með kærri kveðju Begga

  Ummæli eftir Begga | 18. maí 2008

 3. Hugmyndir sem hægt væri að nota í miðvikudagsgöngum: Ganga kringum Reykjafell í Mosfellsbæ eftir gömlum vegi. Auðveld ganga.
  Nýr göngustígur í Mosfellsbæ sem liggur frá Helgafelli og líklega niður á Reykjalund. Góð vetrarganga.
  Eins höfum við einhverja hluta vegna aldrei gengið á Hafrafjallið, sem er þó rétt við túnfótinn hjá okkur.
  Bestu göngukveðjur og verið dugleg að koma með hugmyndir.
  kveðja
  Dagga

  Ummæli eftir gongugarpar | 12. júní 2008

 4. Ég er með aragrúa af hugmyndum af gönguferðum fyrir Göngugarpana á Austurlandi. Mér finnst kominn tími til að þið skellið ykkur austur eina helgi og gangið t.d. að Þerribjörgum. Endilega hafið þetta í huga þegar þið skipuleggið sumarið 2009. Ég get örugglega verið ykkur innan handar með að fá sem ódýrasta gistingu.
  kveðja úr sveitinni Hjördís

  Ummæli eftir Hjördís Hilmarsdóttir | 8. júlí 2008

 5. Komið þið sæl kæru göngugarpar Ég ætla að setja inn nokkrar tillögur að göngum Þar ber fyrst að nefna Kjalarnesið passlega löng ganga um sérkennilegt umhverfi sem nýtur sín ekkert síður í vetrarskrúðanum. Keilisnesið og skoða fjárborgina Staðarborg það er orðið langt síðan við gengum fyrir Keilisnesið. Og svo er það Stardalurinn við gengum hann á miðvikudegi s.l. vor örugglega ekkert síðri í vetrarskrúðanum. Alltaf gaman að ganga Álftanesið í fylgd Júlíu Læt þetta duga en hvet ykkur til að setja inn hugmyndir.

  Ummæli eftir Begga | 20. desember 2009

 6. Sæl,

  í göngu á Úlfarsfell 27.12.09 komu hugmyndir að dagsgöngum:

  Skálafell við Esjuna

  Innstidalur við Skarðsmýrarfjall (Hellisheiðarvirkjun)

  Svo bauð Júlía Göngugörpum að koma til sín eftir gönguna 10. janúar og ákveða göngur eitthvað fram eftir vetri og ræða hugmyndir um lengri ferðir.

  Júlía lofaði að bjóða upp á dýrindis smákökur.

  Ummæli eftir Torfi | 27. desember 2009

 7. Í göngu s.l. sunnudag komu upp þessar hugmyndir af göngum.
  Gengið frá Hvaleyrarvatni að Kaldárseli og góðan hring til baka.
  Ekið að Djúpavatni og gengið þaðan að Vigdísarvöllum. Nokkrir fallegir gígar á leiðinni. Gengið að Krókamýri og þaðan yfir hálsinn, framhjá Grænavatni og Spákonuvatni og yfir hálsinn aftur hjá Soginu og ´niður að Djúpavatni í bíla.

  Ummæli eftir gongugarpar | 4. október 2010

Lokað er fyrir ummæli.