Göngugarpar

Fyrir fólk á öllum aldri.

Gestabók

Velkomin í gestabók Göngugarpa. 

Gestabókin er lokuð.

18 hafa ritað í gestabókina

 • Hafdís Rut Rudolfsdóttir | 21. júlí 2009

  Sendi inn þakkir fyrir mig og mína- tókum þátt í göngunni ykkar þann 12. júl á Móskarðshnjúka- þarna hittum við hresst og skemmtilegt fólk sem tók okkur sérstaklega vel:) takk fyrir það. þetta var fyrsta en ekki síðasta gangan sem ég þakka fyrir að fá að taka þátt í með ykkur. Verst að missa af Langahrygg og Henglinum en sjáumst á Úlfarsfellinu, mínu heima fjalli.
  Sólarkveðjur Hafdís Rut

 • Erica | 1. júlí 2009

  Jag saknar er alla mycket och alla fina turer i naturen. I sure hope to see you soon. Me and my boyfriend (Patrik)are hoping to come to see you soon. Thank you all for making my stay on Iceland so fantastic!!!!
  /Erica

  (Daggas friend from Sweden)

 • Eygló | 23. apríl 2009

  Hæ allir. Miðvikudagsgangan í gærkvöldi var hreint út sagt frábær, gengum út á Geldinganes í þvílíku logni og blíðu eftir votviðrasaman dag. Fórum síðan í heitapottinn í Salalaug á eftir. Kveðja, Eygló

 • kolbrún guðnadóttir | 14. apríl 2009

  hæhæ ég er bara að hugsa um að vera með allavega á akrafjallið og örugglega meira í sumar þetta er svo frábært að fara í svona göngur. en hvernig er það er ekki sameinast um bíla? hlakka til að sjá ykkur kv kolbrún

 • Lára Jóna | 7. desember 2008

  Göngugarpar takk fyrir frábæra hellaferð í dag,sú yngsta var 5 mánaða og sá elsti 72 ára geri aðrir betur, við vorum eitthvað um 20 sem mættum í hellinn Leiðarenda mikil stemming myndaðist hjá okkur þegar Siggi Hannesar spilaði jólalögin á nikkuna og við sungum.Yndisleg stund.Sjáumst fljótt aftur. kveðja Lára jóna

 • Begga | 22. september 2008

  Nokkur orð um gönguna í gær Það leit bara nokkuð vel út með gönguveður þegar ég vaknaði í morgun um áttaleytið. En uppúr 9. gerði hressilega skúr. Má vera að hún hafi fællt fólk frá að mæta því við vorum aðeins 4. sem mættum við Fjarðarkaup.Það voru undirrituð og Júlía Tómas og Kristín. Við ákváðum að gengið skildi á Mávahlíðar frá Djúpavatnsvegi þar sem vegurinn uppað Keili er frekar erfiður fólksbílum. Það passaði þessi vegur er mikið greiðfærari og styttra að keyra. Örlítið lengra að ganga en þægileg leið með ótal götuslóðum. Nokkrar skúrið komu öðru hverju en þess á milli ljómaði sólin á nýþvegnum fjöllunum. Þetta var mjög fín ganga í góðum félagsskap einsog alltaf. Myndavélin mín varð eftir heima en Tómas tók nokkrar myndir sem vonandi rata inná síðuna síðar. Með göngukveðjum Begga.

 • gongugarpar | 10. september 2008

  Var að lesa dagskránna til áramóta. Spennandi og metnaðarfull dagskrá. Vonandi kemst maður í sem flestar göngurnar. (Helst allar) Hlakka líka til Reykjavegsins.
  Kveðja Dagga

 • Eygló | 23. desember 2007

  Það voru 5 göngugarpar sem mættu á Þorláksmessumorgun og gengu frá Haukahúsinu á Ásvöllum upp á Ásfjallið. Sem í dag virðist bara hundaþúfa í augum þeirra sem ólust upp í Hafnarfirði, miðað við stærð fjallsins á æskudögum þeirra. En dagurinn var bjartur og veður stillt. Og hægt var að njóta útsýnis frá Ásfjallinu. Fín ganga eins og alltaf, þótt við söknuðum vissulega hinna sem voru ábyggilega að baka eða kaupa jólagjafir. Gleðileg jól öll sömul.

 • Margrét Matthíasdóttir | 16. desember 2007

  Sunnudagur 16. desember
  Klukkan 10 f.h. hittust sex hughraustir (sumir segðu brjálaðir) göngugarpar við Össur. Áætlað hafði verið að ganga í Stardal en þar sem ekki var útséð um að líkamsþyngd allra myndi duga til að halda fólki á jörðinni var ákveðið að ganga svokallaðan óveðurshring í Heiðmörkinni.
  Við fundum ekki mikið fyrir roki og rigningu á meðan við gengum inni á milli fallegra grenitrjáa. Við fundum okkur skjólsælan lund til að snæða nestið okkar, aðallega heimabakaðar smákökur bakaðar af Döggu og Magga. Fyrir ofan okkur æddi stormurinn í trjánum en við sátum í skjóli og heyrðum einungis hvininn í rokinu.
  Þegar út á bersvæði var komið urðu sumir, sem ekki eiga nógu góðan regngalla, t.d. undirrituð, blautir inn að beini. Það kom þó ekki mikið að sök því að ekki var kuldanum fyrir að fara.
  En viti menn: Allt í einu blasti við okkur grenitré, skreytt jólakúlum, glimmeri, jólaenglum og jólasveinum, mitt í rokinu og rigningunni í Heiðmörkinni! Gummi, sem yfirleitt er ekki mikið fyrir að skreyta jólatré, safnaði upp jólakúlum, sem fokið höfðu af trénu, og hengdi samviskusamlega aftur á tréð.
  Göngunni lauk svo eftir tæpa tvo tíma. Menn voru blautir en ánægðir og hressir þegar þeir stigu upp í bíla sína og ég er ekki frá því að einhverjir hafi losnað við höfuðverkinn út í rokið.

 • Begga | 9. desember 2007

  Ganga um Sléttuhlíð 9/12

  Við vorum 5. sem gengum um Sléttuhlíðina í morgun. Það var einsog við værum að ganga í stóru jólakorti af fegurstu gerð. Ég reyndi af bestu getu að fanga þetta á mynd og afrakturinn má sjá á myndasíðunni. Við hófum gönguna á því að ganga uppá hæð þannig að við sáum vestur á Snæfellsnes og suður í Keflavík. Snæfellsnesfjallgarðurinn minnti á ótal sykurtoppa baðaður í daufum bjarma rísandi sólar. Því miður náði ég ekki að fanga þetta á mynd. Ljósin meðfram Keflavíkurveginum minntu risastóra jólaseríu. Þegar við höfðum gengið nokkurn spöl eftir hæðinni og virt þessa dýrð fyrir okkur fórum við niður að bústöðunum og drukkum þar kaffi. Þar var hafið máls á því hvort ekki væri kominn tími á að fara að huga að þorrablóti göngugarpa í vetur og vorum við sammála um að upplagt væri að halda það í Vík ef þess væri kostur. Eftir kaffið gengum við svo eftir hestaslóðinni niður að fjárhúsinu þar sem bílarnir biðu okkar. Gangan tók nákvæmlega 2. tíma. Þetta var fegursta desemberganga sem ég hef tekið þátt í. Þegar heim kom var auðvelt að hefja smá jólahreingerningu orkan sem svona ganga gefur er svo mikil! Lifið heil kveðja Begga.

 • Dagga | 20. nóvember 2007

  Þetta hefur verið ánægjuleg ganga á Sveifluhálsinn. Sé það á myndunum. Landslagið verður ekki fallegra en einmitt þegar sólin er lágt á lofti og sendir sína gullnu geisla yfir allt. Myndirnar eru líka frábærar. Hlakka til næstu helgar, vonandi verður jafngott gönguveður.
  Kv.
  Dagga

 • Lára Jóna | 27. október 2007

  Hæ hæ,
  veit nokkur hvað gangan verður löng á morgun?
  kv. Lára Jóna

 • Lára Jóna | 11. október 2007

  hæ hæ,
  Dagga og Maggi flott sýða hjá ykkur gott framtak :)
  Takk fyrir frábæra göngu sl. sunnudag þvílíkur dásemdardagur…margar myndir teknar og eru fallegar ég er í vandræðum með að setja þær inn eitthvað problem með tölvuna en reyni mitt besta að koma þessu í gegn sem fyrst. Bestu kveðjur Lára Jóna

 • Dagga | 9. október 2007

  Líst vel á þetta með Guffa grís, sér í lagi til að mæta himinháum útgjöldum vegna týndra vaðskóa.
  Dagga

 • gongugarpar | 7. október 2007

  Gaman að heyra frá frábæri göngu í dag. Við Dagga erum að ná okkur eftir mánaðarlanga kvefpest og mætum hress innan skamms.
  Maggi.

 • Eygló | 7. október 2007

  Gleymdi að segja frá Guffa grís sem nú er með í öllum ferðum á sunnudögum. Í hann munum við safna til að koma á móts við ófyrirsjáanleg útgjöld eins og t.d. týnda vaðskó, týnt fólk eða þannig!!!! Svo er að sjálfsögðu ekki y í sólskin en það var eiginlega tvöfalt sólskyn í dag.
  Sjáumst.

 • Eygló | 7. október 2007

  Í dag 7. október 2007 kl. 10:55 var gengið upp á Vatnshlíðarhorn. Uppgangan hófst gegnt Sveifluhálsi. Þegar upp var komið var tekin kaffipása í brúnalogni og sólskyni. Mættir voru 7 rauðstakkar með grænu og bláu ívafi þ.e.a.s. Eygló, Begga, Ragga, Herdís, Júlía, Lára Jóna og Áslaug. Þarna uppi leit Helgafellið út eins og fitubolla með minni fitubollu þ.e. Húsfellið á bak við sig. Áfram var gengið og komið niður í Breiðdal og gengið aftur að bílum, þá var kl. 13:20. Allir ánægðir með þessa fínu göngu í þessu fína veðri.

 • Ragga | 22. september 2007

  Líst vel á þetta framtak.